Goðgá [1] (1971-72)

Goðgá

Hljómsveitin Goðgá frá Neskaupstað var unglingasveit sem starfaði um tveggja ára skeið.

Sveitin var stofnuð á Neskaupstað haustið 1971 og voru í henni upphaflega þeir Þorbjörn Ágúst Erlingsson söngvari, Sigurður Axel Benediktsson trommuleikari, Sverrir Hermannsson bassaleikari og Guðjón Steinþórsson gítarleikari.

Veturinn 1971-72 starfaði sveitin eystra en um vorið fluttust þeir félagar til Húsavíkur þaðan sem gert var út um sumarið, gítarleikarinn Daði Halldórsson gekk þá til liðs við Goðgá en sveitin lék mikið á böllum á Norðurlandi og Austfjörðum þá um sumarið 1972.

Goðgá tók þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli, og lenti þar í öðru sæti. Sveitin kenndi sig gjarnan við Grímsstaði á Fjöllum og var kynnt sem slík fyrir hljómsveitakeppnina, en Sigurður trommuleikari var einn meðlima þaðan.