Guðbrandur Þorláksson biskup (1542-1627)

Guðbrandur Þorláksson

Málverk af Guðbrandi biskupi

Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum (f. 1542) gaf út fjöldann allan af bókum á sinni tíð en prentsmiðja hafði verið flutt til landsins um 1530 og var staðsett á Hólum, mest voru þetta bækur trúarlegs eðlis eins og biblían (Guðbrandsbiblían 1584) og sálmabækur ýmis konar. Þeirra frægust er Graduale, ein almennileg messusöngsbók (1594), sú sem oftast hefur verið nefnd „Grallarinn“.

Það rit var lengi sú bók sem almenningur notaði við messu- og sálmasöng og var margoft endurprentuð. Þannig má segja að Guðbrandur hafi átt sinn þátt í að efla söngmennt á Íslandi en „Grallarinn“ þótti mun aðgengilegri en fyrri bækur slíkar.

Guðbrandur hafði ennfremur gefið út fyrstu sálmabókina hérlendis sem hafði að geyma nótur (1589) en einnig kom hann að útgáfu Vísnabókar (1612) sem hafði að geyma rímur um trúarlegt efni, en biskup hafði þá gefist upp við að útríma rímum sem honum (eins og mörgum kirkjunnar mönnum á þeim tíma) þótti siðspillandi og ótækur kveðskapur, í staðinn fékk hann skáld til að yrkja trúarlegar rímur.

Guðbrandur varð biskup tæplega þrítugur 1671 og gegndi því embætti þar til hann lést 1627.