Guði gleymdir (1989-92)

Guði gleymdir

Hljómsveitin Guði gleymdir kom úr Breiðholtinu og var skipuð ungum meðlimum, vel innan við tvítugt. Þeir voru Ragnar Þór Ingólfsson trommuleikari, Jón Yngvi Gylfason bassaleikari, Eiríkur Kristinsson gítarleikari, Már Halldórsson gítarleikari og Hjörvar Hjörleifsson (Stranger) söngvari.

1992 kom út snælda samnefnd sveitinni en hún vakti ekki mikla athygli, fljótlega leystist sveitin upp og önnur sveit, Los var stofnuð upp úr henni fljótlega.

Efni á plötum