Grallarinn [annað] (1594-)

engin mynd tiltækGraduale eða svonefndur „Grallari“ í daglegu tali, var sálmabók með nótum gefin út af Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi, fyrst árið 1594 en frá og með sjöttu útgáfu Grallarans (1691) var hún prentuð með söngfræði, rituð af Þórði Þorlákssyni þáverandi Hólabiskupi, undir nafninu Appendix. Þau fræði voru þau fyrstu sinnar tegundar sem rituð voru á Íslandi og þau einu allt til 1801 þegar söngfræðiágrip Magnúsar Stephensen kom út sem viðbót aftan við sálmabók hans.

Nafnið Graduale vísað til danskrar fyrirmyndar bókarinnar eftir Jesperson Graduale en alls var Grallarinn prentaður nítján sinnum til ársins 1779 þegar bókin kom síðast út. Þá hafði svokölluð upplýsingastefna tekið við með Magnús Stephensen í forsvari, og sálmabók með annars konar áherslum fylgdi í kjölfarið (1801), Magnús rak sjálfur prentsmiðju líkt og Guðbrandur Hólabiskup hafði gert ríflega tvö hundruð árum áður. Sú sálmabók náði þó aldrei þeirri fótfestu og vinsældum sem Grallarinn hafði meðal alþýðu manna og má segja að kirkjusöng hafi í framhaldinu almennt hrakað hérlendis næstu áratugina, þrátt fyrir það var Grallarinn í notkun sumstaðar fram undir lok 19. aldar.

Grallarinn er almennt talin fyrirmynd sambærilegra sálmabóka sem notaðar eru í dag.