Gneistar [1] (1965-66)

Gneistar

Bítlahljómsveitin Gneistar var frá Akranesi og hafði um nokkurra mánaða skeið leikið undir nafninu Ecco (Ekkó) þegar Júlíus Sigurðsson bassaleikari gekk til liðs við þá, við þá mannabreytingu tók sveitin upp nafnið Gneistar. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Karlsson söngvari, Árni Sigurðsson gítarleikari og Reynir Theódórsson gítarleikari og Sigurður Sigurðsson trommuleikari.

Ekki eru líkur á að þessi sveit hafi verið langlíf en hún starfaði eitthvað fram á 1966.