Gigabyte (1994 – 1998)

engin mynd tiltækDúettinn Gigabyte naut nokkurra vinsælda um miðbik tíunda áratugs síðustu aldar en tónlistin var í anda þeirrar danstónlistar sem kennd hefur verið síðan við næntís bylgjuna. Með rökum mætti jafnvel kalla Gigabyte erlenda útgáfu af Stjórninni.

Gigabyte, sem skipuð var kunnu tónlistarfólki, gítarleikaranum Friðrik Karlssyni og söngkonunni Sigríði Beinteinsdóttur (með Mána Svavarsson hljómborðsleikara og tölvumann sem þriðja hjól), átti nokkur lög á safnplötum á árunum 1994-98 en gaf aldrei út plötu þótt slíkt stæði til, hljómplötuútgáfan Steinar hafði til að mynda ráðgert að gefa út plötu (líklega smáskífu) með sveitinni á erlendum markaði en af þeim áformum varð ekki.

Vinsælasta lag þeirra var No doubt ábreiðan It‘s my life en einnig sendu þau frá sér frumsamið efni.

Lög sveitarinnar komu út á eftirtöldum safnplötum, Reif í skeggið & Dans(f)árið ´94 (1994), Reif í skóinn (1995), Popp(f)árið ´95 (1995), Pottþétt 9 (1997) og Fire and ice: music from Iceland (1998).