Glaumar og Laula (1967)

Glaumar og Laula

Glaumar og Laula

Unglingahljómsveitin Glaumar og Laula var starfandi á sjöunda áratugnum, stofnuð 1967 í Hlíðaskóla en ekki er ljóst hversu lengi hún starfaði. Jakob Frímann Magnússon var orgelleikari í henni á sínum yngri árum en það var fyrsta hljómsveitin sem hann lék í. Einnig voru Jakob Fenger trommuleikari, Guðlaugur Stefánsson gítarleikari og Guðbjörg Lýðsdóttir (Laula) söngkona í þessari sveit, hugsanlega fleiri.

Ekki liggja fyrir að sinni frekari upplýsingar um Glauma og Laulu en hún ku hafa komið saman aftur 2007, líklega í tilefni af 40 ára afmæli hennar.