Gleðisveitin Döðlur (1994-95)

engin mynd tiltækGleðisveitin Döðlur eða Döðlurnar eins og sveitin var nefnd í daglegu tali starfaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum á tíunda áratug liðinnar aldar og minnast menn hennar enn í dag fyrir hressleika.

Döðlurnar hafði líklega þrátt fyrir Egilsstaðatenginguna, tengingu við fleiri þéttbýlisstaði austanlands eins og Norðfjörð en sveitin var skipuð þeim Magnúsi Ármann söngvara, Þórarni Þórarinssyni söngvara, Gunnari Þórðarsyni söngvara og trompetleikara, Óskari Karlssyni bassaleikari (Niturbasar), Halli Kr. Jónssyni gítarleikara (Bloodgroup) og Birki Fjalari Viðarssyni trommuleikara (Bisund, I adapt o.fl.).

Sveitin var stofnuð haustið 1994 og að sögn liðu aðeins tvær vikur þar til hún mætti í hljóðver í Norðfirði til að taka upp plötuna Bara rugl sem síðan var gefin út eftir áramótin 1994-95. Mikil kynningarherferð fór af stað, fyrst austanlands og síðan á höfuðborgarsvæðinu, sem varð til að platan seldist vel og fékk reyndar fína dóma í Morgunblaðinu þótt ljóst væri að ekki hefði verið vandað sérlega til verksins.

Döðlurnar urðu ekki langlíf sveit, hún spilaði þó eitthvað áfram og hefur komið reglulega saman síðan hún var og hét. Lag með sveitinni rataði inn á austfirsku safnplötuna Í laufskjóli greina 1997. Hún birtist ennfremur með lag í jólalagakeppni Rásar 2 fyrir jólin 2014.

Efni á plötum