Hitaveitan [2] (1989-92)

Hitaveitan

Hljómsveitin Hitaveitan starfaði austur á Héraði um nokkurra ára skeið í kringum 1990, líklega á Egilsstöðum.

Sveitin var stofnuð að öllum líkindum stofnuð árið 1989 og hana skipuðu í upphafi þeir Sigurður H. Sigurðsson trommuleikari, Guðlaugur Sæbjörnsson bassaleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari. Haustið 1990 bættist í hópinn Anna B. Guðjónsdóttir söngkona en einnig hafði þá Árni Óðinsson tekið sæti Þorvarðar gítarleikara – svo virðist sem Sigursteinn Melsteð hafi jafnframt leikið með Hitaveitunni um tíma en hann lék á harmonikku. Sveitin starfaði til haustsins 1992 en Anna hafði þá hætt nokkru fyrr.

Hitaveitan lék á dansleikjum og tónlistartengdum skemmtunum fyrir austan.