Hitaveitan [1] (1988-90)

Haustið 1988 var sett saman hljómsveit sem í grunninn var djasssveit en lék einnig blús, rokk, latin og fusion, sveitin hlaut nafnið Hitaveitan og var skipuð nokkrum þekktum tónlistarmönnum en þeir voru Ástvaldur Traustason píanó- og hljómborðsleikari, Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Eiríkur Pálsson trompetleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari, Pétur Grétarsson trommuleikari, Sigurður Long saxófónleikari og Vihljálmur Guðjónsson gítarleikari.

Hitaveitan kom fram í Duus húsi og lék þar frumsamið efni en ekki liggur fyrir hvort sveitin lék oft opinberlega. Hún kom aftur fram á sjónarsviðið árið 1990 en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu hana þá. Ólafur Þórðarson gítarleikari (Ríó tríó o.fl.) gæti hafa komið við sögu þessarar sveitar.