Afmælisbörn 31. október 2022

Grétar Geirsson

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni:

Grétar Geirsson harmonikkuleikari í Áshól er áttatíu og fimm ára gamall í dag. Grétar sem er með þekktari harmonikkuleikurum landsins hefur verið framarlega í félagsstarfi þeirra en einnig má heyra leik hans á fjölmörgum plötum s.s. Harmonikkufélags Rangæinga, Karlakórs Rangæinga, Félags harmonikkuunnenda, Sigfúss Ólafssonar, Ara Jónssonar og fjölmargra annarra. Hann lék á árum áður með fjölda hljómsveita og má þar nefna Hljómsveit Óskars Guðmundssonar, Hljómsveit Aage Lorange, Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, Káta félaga og Heiðanna ró, svo nokkur dæmi séu nefnd. Grétar hefur einnig starfað sem tónlistarkennari og organisti.

Vissir þú að Ingibjörg Smith, sem fædd er 1929 og söng m.a. Nú liggur vel á mér, fluttist til Bandaríkjanna á sínum tíma og býr þar ennþá?