Afmælisbörn 30. október 2022

Jón Jónsson

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar:

Hafnfirðingurinn Jón Ragnar Jónsson eða bara Jón Jónsson fagnar þrjátíu og sjö ára afmæli sínu á þessum degi. Jón skaust fram á sjónarsviðið með hljómsveit sinni árið 2010 sem einmitt hét Jón Jónsson, og í kjölfarið hófst sólóferill hans með plötunni Wait for fate ári síðar en önnur plata hans, Heim kom út 2014 eftir að hann hafði rift útgáfusamningi við Sony til að einbeita sér að fjölskyldunni hér heima. Þriðja platan, Lengi lifum við kom út 2021.

Vissir þú að Reykjavíkurkvartettinn var fyrsta erlenda hljómsveitin sem lék í Litháen eftir að ríkið hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum?