Afmælisbörn 29. október 2022

Einar Örn Benediktsson

Að þessu sinni eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar:

Þorvaldur Halldórsson söngvari frá Siglufirði er sjötíu og átta ára gamall í dag. Þorvald þekkja auðvitað allir fyrir lagið Á sjó, sem gefið var út 1966 en þá þegar var hann orðinn einn ástsælasti söngvari landsins. Þorvaldur lék á gítar og bassa, og söng með sveitum eins og Busabandinu, Hljómsveit Ingimars Eydal, Fjórum fjörugum, Ebró og Hljómsveit Hauks Heiðars. Fjölmargar sólóplötur hafa komið út með Þorvaldi en hann sneri sér síðar í auknum mæli að trúarlegri tónlist.

Einar Örn Benediktsson á stórafmæli dagsins en hann er sextugur í dag. Einari Erni skaut fyrst á sjónarsviðið þegar pönkið hélt innreið sína á Íslandi, þá sem söngvari Purrks Pillnikks og umboðsmaður Utangarðsmanna en síðar varð hann þekktur með Kuklinu, Sykurmolunum, Ghostigital, Frostbite, Brainer og fleiri sveitum. Hann hefur komið víðar við á tónlistarsviðinu, var um tíma framkvæmdarstjóri Stuðmanna, hefur komið að útgáfumálum o.m.fl.

Vissir þú að árið 1983 voru samtök um byggingu tónlistarhúss stofnuð og fengu þau úthlutað lóð í Laugardalnum þar sem byggja átti tónleikahöll