Draumalandið [1] (1990-96)

Draumalandið

Draumalandið

Hljómsveitin Draumalandið úr Borgarnesi var starfandi upp úr 1990 og innihélt þá Einar Þór Jóhannsson söngvar og gítarleikara, Lárus Má Hermannsson söngvara og trommuleikara trommuleikara, Pétur Sverrisson söngvara og bassaleikara og Ríkharð Mýrdal Harðarson hljómborðsleikara. Þannig skipuð átti sveitin lög á safnplötunni Landvættarokk árið 1993 og leikur Pétur Hjaltested þar á hljómborð auk Ríkharðs.

1996 átti sveitin lag á annarri safnplötu, Músíkblanda 1: Rymur, þá var skipan manna að nokkru sú sama nema að Sigurdór Guðmundsson bassaleikari var kominn í stað Péturs og syngur Einar gítarleikari.

Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um Draumalandið.