Tíglar [3] (1966)

Tíglar

Tíglar störfuðu í Borgarnesi árið 1966 og jafnvel lengur.

Um var að ræða unglingasveit en meðlimir hennar voru Ásmundur Ólafsson bassaleikari, Jón Jónasson gítarleikari (síðar Randver o.fl.), Jónas Jónsson söngvari, Ólafur Ágúst Þorbjörnsson gítarleikari, Sveinn Ágúst Guðmundsson trommuleikari og Trausti Jóhannsson orgelleikari. Gísli Jóhannsson gítarleikari var einnig um tíma í Tíglum, að öllum líkindum hafði hann tekið við af Ólafi.

Líklegast var um eins konar bítlasveit að ræða.