Jónsbörn [1] (1971-73)

engin mynd tiltækHljómsveitin Jónsbörn starfaði á árunum 1971-73, líklega á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega með hléum.

Jónsbörn léku á skemmtistöðum bæjarins og gætu auk tónlistarflutnings hafa staðið einnig fyrir öðruvísi uppákomum á skemmtunum sínum.

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sveitina en Arnþór Jónsson (Addi rokk) var þó hljómsveitarstjóri og Dr. Gunni segir í Rokksögu sinni að þeir bræður Halli og Laddi (Haraldur og Þórhallur Sigurðssynir) hafi verið viðloðandi sveitina. Hvergi er neitt að finna um aðra meðlimi sveitarinnar.