Afmælisbörn 26. mars 2016

Starri Sigurðarson

Starri Sigurðarson

Eitt afmælisbarn úr tónlistargeiranum lítur dagsins ljós á Glatkistunni í dag:

Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.