Afmælisbörn 14. mars 2016

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sextíu og fimm ára. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum og stjórnað hljómsveitum…

Ný plata frá Dölla

Nú í byrjun mánaðarins sendi tónlistarmaðurinn Dölli frá sér plötu með hinn stórkostlega titil Ó hve unaðslegt það var þetta síðsumarskvöld þegar ég var brottnumin af fölbláu geimverunum, en þar er vísað í eitt laga plötunnar. Dölli, sem heitir reyndar Sölvi Jónsson og er fæddur 1975, gaf plötuna upphaflega út í aðeins tíu eintaka upplagi…

Afmælisbörn 13. mars 2016

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: (Þórir) Karl Geirmundsson gítarleikari frá Ísafirði er sjötíu og sjö ára en hann lék í BG & Ingibjörgu með bróður sínum Baldri Geirmundssyni, en sú sveit gekk reyndar undir ýmsum nöfnum. Einnig lék Karl á sínum tíma með Hljómsveit Vilbergs Vilbergssonar (Villa Valla), Hljómsveit Björns R.…

Afmælisbörn 12. mars 2016

Á þessum degi er aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, hljómborðs- og trompetleikari er þrjátíu og níu ára gömul. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Pálssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu. Hún gaf t.d. út plötuna Solo noi árið 2007, söng ásamt…

Jón Gústafsson – Efni á plötum

Jón Gústafsson – Frjáls Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 044 Ár: 1983 1. Við 2. Bio 3. Dóp 4. Dúkkulísa 5. Sæla 6. Sumarið ’83 7. Gigalo 8. Orð Flytjendur: Jón Gústafsson – söngur, saxófónn, hljómborð og vocoder Bryndís Jónsdóttir – söngur og hljómborð Þóra Björg Dagfinnsdóttir – söngur Halldór Halldórsson – bassi Guðmundur Kristmundsson –…

Jón Gústafsson (1963-)

Margir muna eftir fjölmiðlamanninum Jóni Gústafssyni en hann átti einnig tónlistarferil. Jón fæddist 1963 og ólst upp á Seltjarnarnesinu, hann hafði verið með nokkrum félögum sínum í hljómsveit frá fjórtán ára aldri og um áramótin 1981-82 tók sveitin upp latneska heitið Sonus futurae. Sonus futurae spilaði eins konar tölvupopp með fremur frumstæða hljóðgervla þess tíma…

Jón Friðfinnsson (1865-1936)

Jón Friðfinnsson alþýðutónskáld bjó mest alla ævina í Kanada og kann það að valda því að nafn hann er minna þekkt hér á landi en ella. Jón fæddist 1865 í Breiðdal í Suður-Múlasýslu en var ellefu ára þegar fjölskylda hans fluttist vestur um haf til Kanada í leit að betra lífi eins og svo margir…

Jómfrú Ragnheiður [2] (1975)

Hljómsveitin Jómfrú Ragnheiður var sett saman fyrir fjörutíu ára afmælishátíð Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfuss sem haldin var í janúar 1975. Sveitin lék í fáein skipti í kringum afmælið en engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða tilurð að öðru leyti.

Jómfrú Ragnheiður [1] (1972)

Hljómsveit með þessu nafni var starfandi á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1972 en nafn hennar er skírskotun í leikrit Guðmundar Kamban um Ragnheiði biskupsdóttur. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit en þær væru vel þegnar.

Jón Halldórsson (1889-1984)

Jón Halldórsson er einn þekktasti kórstjórnandi íslenskrar karlakórasögu. Jón fæddist haustið 1889 í Reykjavík, hann var af miklum tónlistarættum og var t.d. Pétur Guðjohnsen (fyrsti kórstjórnandinn á Íslandi og organisti Dómkirkjunnar) afi hans. Ekki liggur fyrir hvort söngáhugi Jóns kom snemma en hitt er vitað að hann farinn að syngja í söngkvartettnum Fóstbræðrum sem starfaði…

Afmælisbörn 11. mars 2016

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona og ein þekktasta söngkona íslenskrar tónlistarsögu er áttatíu og níu ára gömul í dag. Þuríður er dóttir Páls Ísólfssonar, lærði söng hér heima og síðan á Ítalíu og þar reis hennar söngferill einna hæst þótt hún hefði alltaf sungið hér heima…

Afmælisbörn 10. mars 2016

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín á mig, sem margir þekkja. Hanna…

Afmælisbörn 9. mars 2016

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sextíu og fimm ára gamall í dag. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Þrjár plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon…

Jójó [2] (1988-93)

Hljómsveitin Jójó frá Skagaströnd er ein þeirra sveita sem hefur sigrað Músíktilraunir Tónabæjar en ekki nýtt sér sigurinn sem stökkpall til frekari afreka. Sveitin gaf út nokkur lög á safnplötum en sendi aldrei frá sér plötu. Sveitin hafði árið 1987 keppt undir nafninu Rocky og komist í úrslit Músíktilraunanna en þá voru í sveitinni Ingimar…

Jójó [1] (1985-86)

Litlar upplýsingar er að finna um rangæsku hljómsveitina Jójó sem var líklega starfandi um miðjan níunda áratug liðinnar aldar, hugsanlega í nokkur ár. Meðlimir þessarar sveitar, sem einkum lagði áherslu á árshátíðir og þorrablót, voru Tryggvi Sveinbjörnsson, Jón Ólafsson, Hjörtur Heiðdal, Jón Þorsteinsson og Hafsteinn Eyvindsson. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan Jójó var en allar…

Jói á hakanum (1979-94)

Spunasveitin Jói á hakanum var ekki meðal þekktustu hljómsveitanna sem störfuðu á tímum pönks og nýbylgju en hún varð hins vegar með þeim langlífustu þótt ekki starfaði hún alveg samfleytt. Og reyndast hefur sveitin verið að gefa út eldri upptökur á síðustu árum, bæði á efnislegu og stafrænu formi svo segja jafnvel mætti að hún…

Jóhannes G. Jóhannesson [2] (1925-2003)

Jóhannes Garðar Jóhannsson yngri var líkt og faðir sinn og nafni (Jóhannes G. Jóhannesson [1]) harmonikkuleikari og lék í fjölmörgum hljómsveitum á árum áður, reyndar mun hann megnið af ævi sinni hafa leikið í hljómsveitum. Jóhannes Garðar Jóhannesson (f. 1928) sem gekk yfirleitt undir nafninu Garðar, starfaði sem verkamaður mest alla tíð. Hann mun hafa…

Jóhannes G. Jóhannesson [1] (1901-88)

Jóhannes G. Jóhannesson (hinn eldri) var lagahöfundur, harmonikkuleikari og hljóðfæraviðgerðarmaður en meðal verka hans var harmonikkusmíði. Jóhannes Gunnar Jóhannesson fæddist 1901 á Tjörnesi í Suður-Þingeyjasýslu en fluttist ungur ásamt fjölskyldu sinni til Patreksfjarðar þar sem hann bjó fram á fullorðinsár. Á Patreksfjarðarárum sínum eignaðist Jóhannes sína fyrstu harmonikku en hann var þá einungis sex ára…

Jóhannes G. Jóhannesson [1] – Efni á plötum

P.O. Bernburg & orkester og Jóhannes G. Jóhannesson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1083/4 Ár: 1933 1. Nú blikar við sólarlag 2. Svífur að haustið 3. Marz (Pietro‘s return) Flytjendur: Jóhannes G. Jóhannesson – harmonikka P.O. Bernburg & orkester: – Poul Otto Bernburg (eldri) – fiðla – [?] Tellefsen – harmonikka – Poul Bernburg…

Afmælisbörn 8. mars 2016

Tveir tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru í gagnabanka Glatkistunnar Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og eins árs gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en…

Breytingar á dagskrá Blúshátíðar Reykjavíkur

Breytingar hafa orðið á dagskrá Blúshátíðar Reykjavíkur sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica 19.-25. mars nk. Söngdívan Karen Lovely og blúsbolinn Jonn „Del Toro” Richardson verða á stórtónleikunum 24. mars. Þau hlaupa í skarðið fyrir Candye Kane og Lauru Chavez sem afboðuðu komu sína vegna veikinda Candye Kane. Það er fengur að komu Karen…

Afmælisbörn 6. mars 2016

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi Árni Guðmundsson (Árni úr Eyjum) f. 1913 átti þennan afmælisdag, hann var fyrst og fremst texta- og ljóðaskáld og samdi marga kunna texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þar má nefna lögin Góða nótt, Vor við sæinn, Ágústnótt, Blítt og létt og Bjartar vonir vakna. Árni…

Afmælisbörn 5. mars 2016

Eitt afmælisbarn er skráð að þessu sinni í afmælisdagbók Glatkistunnar Ólafur Þ. Jónsson óperusöngvari hefði átt afmæli í dag en hann lést árið 2012. Hann var fæddur 1936 og hefði því orðið áttræður á þessum degi. Ólafur nam söng og leik hér heima hjá Sigurði Demetz og fleiri söngkennurum áður en hann hélt til frekara…

Jóhanna Daníelsdóttir (1925-2005)

Jóhanna Daníelsdóttir var með fremstu dægurlagasöngkonum þjóðarinnar um miðja síðustu öld en söngferill hennar var þó tiltölulega stuttur. Jóhanna (f. 1925) var fædd og uppalin í Reykjavík og bjó þar alla sína ævi. Hún byrjaði að syngja með hljómsveitum 1948 en þá um sumarið söng hún með Hljómsveit Jan Morávek í tívolíinu í Vatnsmýrinni. Í…

Jóhann R. Kristjánsson – Efni á plötum

Jóhann R. Kristjánsson – Er eitthvað að? Útgefandi: Jóhann R. Kristjánsson Útgáfunúmer: J.R.K. 100 Ár: 1982 1. Æskuminning 2. Tilfinningar 3. The blue song 4. A scene from the city Flytjendur: Jóhann R. Kristjánsson – söngur og raddir Árni Jóhann Óðinsson – gítar og raddir Guðlaugur Sæbjörnsson – bassi og raddir Ludvig Eckardt – saxófónn…

Jóhann R. Kristjánsson (1961-)

Jóhanns R. Kristjánssonar verður einna helst minnst í íslenskri tónlistarsögu fyrir plötu sem hann sendi frá sér 1982. Jóhann (Ragnar) Kristjánsson (f. 1961) var að austan og bjó á Egilsstöðum þegar hann sendi frá sér fjögurra laga plötu vorið 1982, þá var hann rétt liðlega tvítugur að aldri og hafði nýverið lokið stúdentsprófi. Á henni…

Jóhannes úr Kötlum – Efni á plötum

Jóhannes úr Kötlum – Stjörnufákur: Jóhannes úr Kötlum les eigin ljóð Útgefandi: Strengleikar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1979 1. Ísland 2. Stjörnufákur 3. Einfari 4. Fyrsta jurt vorsins 5. Í guðsfriði 6. Íslendingaljóð 7. Álftirnar kvaka 8. Brot 9. Ef ég segði þér allt 10. Sonur götunnar 11. Ég finn ég verð 12. Skerpluríma 13.…

Jóhannes úr Kötlum (1899-1972)

Jóhannes úr Kötlum er án efa eitt af fremstu skáldum Íslandssögunnar og margir hafa samið, flutt og gefið út lög við ljóð hans. Jóhannes Bjarni Jónasson var fæddur (1899) og uppalinn í Laxársveit í Dalasýslu. Hann starfaði framan af sem kennari í heimabyggð en 1932 flutti hann til Reykjavíkur og bjó á höfuðborgarsvæðinu síðan, fyrir…

Jóhanna Jóhannsdóttir (1908-96)

Jóhanna Jóhannsdóttir (síðar Johnsen) var með efnilegustu söngkonum landsins þegar hún hvarf af sjónarsviðinu til að gerast læknisfrú úti á landi. Jóhanna sem var sópransöngkona, fæddist í Þingeyjasveit 1908 en fluttist ung inn til Eyjafjarðar. Hún þótti snemma hafa fallega rödd og eftir að hafa lært söng hér heima í um tvö ár fór hún…

Glamúrgalatónleikar í Tónlistarmiðstöð Austurlands

Erla Dóra Vogler söngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari verða með tónleika í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði annað kvöld klukkan 20:00 undir yfirskriftinni Glamúrgalatónleikar. Á tónleikunum munu þær Erla Dóra og Eva Þyri flytja margvíslega slagara, lög úr heimsþekktum óperettum og söngleikjum þar sem glys, glamúr, litríki, elegans og auðvitað frábær tónlist ráða ríkjum. Þarna…

Afmælisbörn 3. mars 2016

Þrír tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er fimmtíu og fjögurra ára en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar kennt við Söngskóla…

Glatkistan í febrúar

Nokkuð hefur bæst inn af efni í gagnagrunn Glatkistunnar í febrúar auk annars efnis en um þrjátíu hljómsveitir, tónlistarmenn og annað tónlistartengt efni kom inn í J-ið í mánuðinum. Meðal annarra má þar nefna misþekktar hljómsveitir eins og Johnny on the north pole, Jolli & Kóla, Jetz, Jelly systur og Jonee Jonee en einnig einstaklinga…

Afmælisbörn 2. mars 2016

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 10. Jón Bjarni er þrjátíu og fjögurra ára gamall í dag. Einnig á bassaleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, Guðmundur…

Afmælisbörn 1. mars 2016

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmanneyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…