Glamúrgalatónleikar í Tónlistarmiðstöð Austurlands

augl_m fyrirsögnErla Dóra Vogler söngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari verða með tónleika í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði annað kvöld klukkan 20:00 undir yfirskriftinni Glamúrgalatónleikar.

Á tónleikunum munu þær Erla Dóra og Eva Þyri flytja margvíslega slagara, lög úr heimsþekktum óperettum og söngleikjum þar sem glys, glamúr, litríki, elegans og auðvitað frábær tónlist ráða ríkjum. Þarna má heyra eitthvað smá væmið, smá sem allir þekkja, smá sexí, smá sorglegt, dálítið mikið ástfangið og dálítið mikið grín og skemmtilegheit.

Ekki missa af  þessum hressu tónleikum. Léttar veitingar eru innifaldar í verðinu sem er aðeins kr. 2.500 en kr. 2.000 fyrir eldri borgara.

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarmiðstöð Austurlands, Uppbyggingarsjóði Austurlands, Fjarðabyggð, Alcoa Fjarðaáli og Hótel Héraði.

Upplýsingar um Glamúrgalatónleikana má einnig sjá á fésbókinni:

https://www.facebook.com/events/1036671843061395/