Júdas [2] [útgáfufyrirtæki] (1975-77)

Júdas logo

Logo útgáfufyrirtækisins Júdasar

Útgáfufyrirtækið Júdas var stofnað af meðlimum hljómsveitarinnar Júdasar haustið 1975 en sveitin hafði þá verið starfandi í nokkur ár í Keflavík.

Fyrirtækið var stofnað til að annast útgáfumál sveitarinnar en hún hafði upphaflega verið í samstarfi við umboðs- og útgáfufyrirtækið Demant en slitið sig frá því. Stofnmeðlimir voru Magnús Kjartansson, Hrólfur Gunnarsson, Finnbogi Kjartansson og Vignir Bergmann meðlimir Júdasar.

Jón Ólafsson (síðar kenndur við Skífuna) kom inn í Júdas en þeir Magnús höfðu keypt annað útgáfufyrirtæki, Hljómplötuútgáfuna, sem hafði verið starfandi síðan 1967, þeir sameinuðu útgáfurnar tvær og um tíma gekk fyrirtækið undir nafninu Hljómplötuútgáfan Júdas, Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari kom þar einnig inn í hópinn.

Smám saman tíndust meðlimir hljómsveitarinnar Júdasar úr samstarfinu, Magnús þó síðastur og að lokum var Júdasar nafninu kippt í burtu og nafninu breytt í Hljómplötuútgáfan 1977. Útgáfunúmerin voru þó áfram JUD þótt nafnabreytingin hefði átt sér stað.

Meðal tónlistarfólks sem gaf út plötur undir merkjum Júdasar má auk hljómsveitarinnar Júdasar nefna Ruth Reginalds, Magnús Þór Sigmundsson og Sigrúnu Harðardóttur