
Júdó & Stefán
Tvíeykið Júdó & Stefán kom fram opinberlega að minnsta kosti tvívegis snemma á þessari öld.
Það voru þeir félagar, Jón Ólafsson hljómborðsleikari og söngvari og Stefán Hilmarsson söngvari sem skemmtu undir þessu nafni á árshátíðum og þess konar skemmtunum, með sönglaga prógrammi sínu.
Þeir Jón og Stefán hafa oft starfað saman fyrr og síðar á tónlistarlegum vettvangi.