Júdó & Stefán [1] (1993)

Júdó & Stefán var dúett (eða hljómsveit) sem var angi af Sniglabandinu, og kom fram með þeirri sveit haustið 1993. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þessa sveit en um einhvers konar grínhljómsveit eða -atriði var líklega um að ræða af hálfu Sniglabandsins.

Júdó & Stefán [2] (2004-05)

Tvíeykið Júdó & Stefán kom fram opinberlega að minnsta kosti tvívegis snemma á þessari öld. Það voru þeir félagar, Jón Ólafsson hljómborðsleikari og söngvari og Stefán Hilmarsson söngvari sem skemmtu undir þessu nafni á árshátíðum og þess konar skemmtunum, með sönglaga prógrammi sínu. Þeir Jón og Stefán hafa oft starfað saman fyrr og síðar á…