Cigarette (1994-96)

Hljómsveitin Cigarette vakti nokkra athygli fyrir stórsmellinn I don‘t believe you vorið 1995, gaf út plötu í kjölfarið en hætti fljótlega eftir það. Sveitin var stofnuð síðla árs 1994 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Einar Tönsberg bassaleikari, Haraldur Jóhannesson gítarleikari, Sigtryggur Ari Jóhannsson hljómborðsleikari og Rafn Marteinsson trommuleikari. Sveitin hóf fljótlega að vinna…

Jazzþingeyingar (1990)

Djasskvartettinn Jazzþingeyingar störfuðu á Húsavík 1990. Það sama sumar lék sveitin á Jazzhátíð Egilsstaða og voru meðlimir hennar Haraldur Jóhannesson baritón saxófónleikari, Sigurður Friðriksson píanóleikari, Leifur Vilhelm Baldursson bassaleikari og Bragi Ingólfsson trommuleikari. Sveitin hafði þá verið stofnuð nokkrum vikum fyrr. Um haustið hafði Birgir Jósefsson tekið við trommunum af Braga. Jazzþingeyingar virðast ekki hafa…

Óðfluga [2] (1993)

Þessi sveit var starfandi 1993 og átti það árið lag á safnplötunni Landvættarokk. Þá var sveitin skipuð þeim Haraldi Jóhannessyni gítarleikara, Rafni Marteinssyni trommuleikara, Einari Tönsberg bassaleikara, Sigtryggi Ara Jóhannssyni orgelleikara og Þóri Jónssyni Hraundal söngvara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Diddi (1991)

Hljómsveitin Diddi kom úr Reykjavík og var starfandi 1991, tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Rafn Marteinsson trommuleikari, Einar Tönsberg bassaleikari, Haraldur Jóhannesson gítarleikari og Þorri Jónsson söngvari. Diddi komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna en starfaði allavega eitthvað fram yfir mitt sumar.

Steinblóm [1] (1969)

Steinblóm (hin fyrsta) var hljómsveit í Hagaskóla 1969 og hafði á að skipa þremenningunum Guðlaugi Kristni Óttarssyni (Þeyr o.fl.), Haraldi Jóhannessen (síðar ríkislögreglustjóra og Gunnari Magnússyni. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan tríósins var en líklegt hlýtur að teljast að Guðlaugur hafi leikið á gítar.