Victor Urbancic (1903-58)

Victor Urbancic1

Victor Urbancic

Victor Urbancic (fæddur Urbantschitssch) var Austurríkismaður (f. 1903) sem fluttist hingað til Íslands á vegum Tónlistarfélags Reykjavíkur 1938, hann flúði hingað undan nasistum og starfaði hér m.a. sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, hljómsveitarstjóri Hljómsveitar Reykjavíkur (undanfara Sinfóníuhljómsveitar Íslands) og sem kórstjóri og organisti Kristskirkju (Landakotskirkju).

Victor varð doktor í tónlistarfræðum aðeins 22 ára gamall og samdi m.a. messuna Krists konungs hátíð sem gefin var út árið 2000. Hann lést 1958.