Vikivaki [2] [félagsskapur] (1969-72)

engin mynd tiltækFélagsskapurinn Vikivaki var stofnaður haustið 1969 en hann var áhugahópur um þjóðlagatónlist og starfaði í þrjú ár undir stjórn Ómars Valdimarssonar blaðamanns en hann var titlaður framkvæmdastjóri félagsskaparins.

Hópurinn stóð fyrir uppákomum í þessum geira tónlistarinnar m.a. þjóðlagahátíðum á haustin, þar sem nýir listamenn og sveitir fengu tækifæri til að koma sér á framfæri.

Þeirra á meðal voru t.d. Hörður Torfason, Árni Johnsen, Rósa Ingólfsdóttir, Jónas og Einar og Kristín Ólafsdóttir, þá óþekkt söngvaskáld en einnig voru þekktari nöfn á ferð.

Klúbburinn hafði aðstöðu í Tónabæ og var fyrrnefndur Ómar kynnir á þjóðlagakvöldunum sem klúbburinn stóð fyrir.
Starfsemi Vikivaka fór einkum fram yfir vetrartímann þótt undantekningar væru þar á, og starfaði til 1972 þegar Ómar hélt utan til náms.