Blús í Hörpu á Menningarnótt

Blús á MenningarnóttBlúsinn fær veglegan sess á Menningarnótt en tvær blússveitir troða upp í Kaldalóni í tónlistarhúsinu Hörpu á laugardaginn kl. 13:15.

Fyrst verða það ungliðarnir frá síðustu Blúshátíð sem hefja leik klukkan 13:15 en það eru Aron Hannes og félagar. Meðlimir þeirrar sveitar eru Reynir Snær sem spilar á gítar, Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Snorri Örn plokkar bassann, Bergur Einar lemur trommurnar og áðurnefndur Aron Hannes annast sönginn.

Að leik þeirra loknum taka við Gömlu sleggjurnar Guðmundur Pétursson gítarleikari, Halldór Bragason gítarleikari, Róbert Þórhallsson bassaleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari.

Mætum í Kaldalón á Menningarnótt og hlustum á blús.