Afmælisbörn 19. ágúst 2016

Jóhann Ólafur Haraldsson1

Jóhann Ólafur Haraldsson

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni:

Jóhann Ólafur Haraldsson tónskáld hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 1966 þá sextíu og fjögurra ára gamall. Jóhann, sem var fæddur 1902, ólst upp og bjó alla sína tíð við Eyjafjörðinn, hann var að mestu sjálfmenntaður í tónlist og varð organisti við a.m.k. tvær kirkjur í sinni heimabyggð, lék undir hjá kórum og einsöngvurum, stjórnaði einnig kórum og söng með þeim en hann þótti hafa fagra tenórrödd. Jóhann var þó fyrst og síðast tónskáld en tónverk af ýmsu tagi liggja eftir hann, og útgefin á nótum.