Afmælisbörn 8. ágúst 2016

Einar B. Waage

Einar B. Waage

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni:

Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á afmæli á þessum degi en hún er sextíu og eins árs gömul. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi, allt frá léttu poppi til klassíkur auk þess að hafa sent frá sér fjöldann allan af plötum sjálf og í samstarfi við aðra.

Einar B. Waage kontrabassaleikari átti einnig þennan afmælisdag. Einar fæddist 1924, hóf snemma að leika með danshljómsveitum hér heima en eftir að hafa menntað sig í bassa- og fiðluleik m.a. í New York, lá hugur hans á aðrar slóðir, hann kenndi lengi á bassa og lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands og fleiri hljómsveitum, auk þess að láta sig félagsmál tónlistarmanna varða nokkuð hérlendis. Einar lést 1976.