Narsissa [2] [útgáfufyrirtæki] (1994-99)

engin mynd tiltækÚtgáfufyrirtækið Narsissa var stofnsett í kringum samnefnda hljómsveit sem starfaði innan Hvítasunnuhreyfingarinnar á Akureyri.

Narsissa gaf út líklega tvær af þremur plötum hljómsveitarinnar en einnig jólaplötu Erdnu Varðardóttur, Jólanótt, 1999. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri útgáfur á vegum Narsissu.