PS músík [útgáfufyrirtæki] (1991-92)

PS músíkÚtgáfu- og dreifingarfyrirtækið PS músík starfaði um tveggja ára skeið snemma á tíunda áratug síðustu aldar.

PS músík sem var í raun systurfyrirtæki Steina var hlutafélag Jónatans Garðarssonar, Sigurjóns Sighvatssonar og Péturs W. Kristánssonar en sá síðast taldi var í forsvari fyrir fyrirtækið.

Tilgangur PS músíkur var að safna og eignast útgáfurétt af tónlist en fyrirtækið dreifði einnig og flutti inn tónlist, og gaf út nokkrar plötur, s.s. Stjórnarinnar, KK o.fl.

PS músík dreifði ennfremur íslenskri tónlist um Skandinavíu og víðar um Evrópu, þannig voru Sálin hans Jóns míns (Beaten bishops), Todmobile og fleiri gefin út af fyrirtækinu fyrir erlendan markað.