Nemó (1965-74)

engin mynd tiltækHljómsveitin Nemó starfaði á Akureyri um árabil á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Sveitin er fyrst nefnd í fjölmiðlum vorið 1965 og á fyrstu árunum var oft talað um Nemó kvartett.

Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Nemó en svo virðist sem Númi Adolfsson hafi verið hljómsveitarstjóri á fyrstu árunum. Eins kynni Birgir Marinósson að hafa verið söngvari sveitarinnar undir það síðasta en Nemó starfaði til ársins 1974. Hugsanlega starfaði Nemó ekki alveg samfleytt allan tímann.