Nepall (1992)

engin mynd tiltækHljómsveitin Nepall frá Selfossi starfaði árið 1992 að minnsta kosti og var þá áberandi á sveitaböllum sunnanlands.

Meðlimir sveitarinnar voru Elvar Gunnarsson söngvari, Stefán Hólmgeirsson trommuleikari, Gunnar Ólason gítarleikari og Steinar Erlingsson bassaleikari. Á einhverjum tímapunkti tók Hilmar Hólmgeirsson við af Stefáni bróður sínum, einnig er mögulegt að Nepall hafi innihaldið einn meðlim til viðbótar en upplýsinga um það er óskað.