Náttsól [1] (1985)

Náttsól [1]

Náttsól

Tríóið Náttsól starfaði um nokkurra mánaða skeið í Vestmannaeyjum árið 1985 og lék þar á öldurhúsunum.

Meðlimir Náttsólar voru þau Sigurrós Ingólfsdóttir söngkona og gítarleikari, Sigurgeir Jónsson söngvari og gítarleikari og Ruth Reginalds söngkona en sú síðast nefnda bjó um tíma í Vestmannaeyjum.

Náttsól starfaði frá því um veturinn og eitthvað fram á sumarið 1985.