Phobia [1] (1983-84)

Hljómsveitin Phobia var skammlíf sveit, stofnuð haustið 1983 upp úr Nefrennsli sem þá hafði lagt upp laupana. Stofnmeðlimir Phobiu, sem fyrstu vikurnar gekk undir nafninu Panic, voru Hannes A. Jónsson trommuleikari og Sigurbjörn R. Úlfarsson bassaleikari en þeir fengu fljótlega til liðs við sig Ögmund [?] söngvara og gítarleikara. Í lok ársins hafði söngkonan Rósa…

Phobia [2] (1998)

Hljómsveitin Phobia var stofnuð í upphafi árs 1998 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Phobia var Metallicu coverband og meðal meðlima sveitarinnar voru Valdi Olsen gítarleikari [?], Ólafur Ásgeirsson trommuleikari og Freyr [?] bassaleikari [?], ekki er vitað um fleiri meðlimi sveitarinnar. Allar nánari upplýsingar um Phobiu eru vel þegnar.