Feis (1986)

Hljómsveit skipuð ungum hljóðfæraleikurum starfaði í Kópavogi sumarið 1986 og gekk undir nafninu Feis.

Þessi sveit lék á tónleikum tengdum bæjarhátíð í Kópavogi en engar frekari heimildir er að finna um hana og óskar Glatkistan þar með eftir frekari upplýsingum um nöfn og hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar.