Trixon (1961-63)

Trixon

Hljómsveit Trixon starfaði um tveggja ára skeið í Kópavogi á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar.

Trixon var stofnuð 1961 og voru meðlimir sveitarinnar Magnús Már Harðarson trommuleikari, Jóhannes Arason píanóleikari, Birgir Kjartansson gítarleikari, Baldvin Halldórsson gítarleikari og Björn Brynjólfsson söngvari. Ómar Bergmann var líklega bassaleikari sveitarinnar og Hans Kristjánsson saxófónleikari var um tíma í sveitinni.

Nokkrir söngvarar komu við sögu Trixon, og eftir að Björn hætti í sveitinni voru um lengri eða skemmri tíma söngvarar eins og Anna Stefánsdóttir, Sigurður Johnny, Reynir Bjarnason og Haraldur Sigurðsson (Halli) í henni.