Snótarkórinn [2] (1979)

Snótarkórinn

Kór kvenna var starfræktur innan verkalýðsfélagsins Snótar í Vestmannaeyjum undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en ekki finnast upplýsingar um hversu lengi hann starfaði.

Snótarkórinn, eins og hann mun hafa verið nefndur, söng á 1. maí samkomu vorið 1979 og kom aftur fram á afmælishátíð verkalýðsfélaganna í Eyjum síðar sama ár en aðrar heimildir um söng kórsins á opinberum vettvangi er ekki að finna né heldur hversu lengi hann starfaði.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Snótarkórinn, m.a. um hver var stjórnandi hans.