Snótarkórinn [1] (1939-42)

Kvennakór var starfandi í Vestmannaeyjum innan verkalýðsfélagsins Snótar á árum heimsstyrjaldarinnar síðari en hann var lengi vel eini kvennakórinn sem hafði varið starfandi í Eyjum.

Snótarkórinn mun hafa verið stofnaður árið 1939 og starfaði hann til 1942 undir stjórn Sigríðar Árnadóttur en ekki liggur fyrir hvort og við hvaða tækifæri hann kom opinberlega fram.