Ben Waters í Húsi Máls & menningar

Ben Waters

Boogie-Woogie/blús píanósnillingurinn og söngvarinn Ben Waters blæs til tónleika í Húsi Máls og menningar (Laugavegi 18) föstudaginn 22. apríl klukkan 20:00.

Ben Waters hefur spilað ötullega síðustu áratugi, um 250 tónleika á ári um allan heim og er um þessar mundir í hljómsveit Ronnie Wood (and his Wild Five). Hann hefur gefið út plötur og komið fram með meðlimum Rolling Stones og er þessa dagana að vinna í verkefni með Jeff Beck. Auk þess var hann um árabil í hljómsveitinni A,B,C, & D of Boogie-Woogie með Charlie Watts, spilaði mikið með Chuck Berry og Jerry Lee Lewis og svo mætti lengi telja.

Ben Waters spilar ofurhresst boogie-woogie, rokk og ról og blús í anda gömlu meistaranna, og honum til halds og traust verða Beggi Smári & Bex Band.

Miðar eru seldir á tix.is (2.900 kr) og takmarkað magn er í boði: