Lame dudes í Húsi Máls og menningar

Blásið verður til tónleika í Húsi Máls og menningar við Laugaveg 18 í kvöld, mánudagskvöldið 18. október en þá munu Lame dudes stíga á svið og leika eigið efni, nýtt og gamalt í bland við valin kóverlög.

Lame dudes skipa þeir Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari og gítarleikari, Jakob Viðar Guðmundsson gítarleikari, Kolbeinn Reginsson bassaleikari, Gauti Stefánsson gítarleikari, Ingvar Bjarki Einarsson gítarleikari, Friðþjófur Johnson munnhörpu- og hristuleikari, Svanberg Þór Sigurðsson cajonleikari og Gunnar Þór Guðmannsson conga- og hristuleikari.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er miðaverð kr. 1500.