Veturinn 1991 til 92 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu sem bar nafnið Soulblómi en hún mun eins og nafnið reyndar gefur til kynna, hafa leikið soultónlist.
Lítið er vitað um þessa sveit annað en að Guðjón Bergmann [söngvari?] og Bergur Bernburg [hljómborðsleikari?] voru í henni, upplýsingar óskast um aðra meðlimi sveitarinnar.