Soul control (1992)

Fáar heimildir er að finna um flytjandann Soul control sem átti tvö lög á safnplötunni Icerave vorið 1992 en sú plata hafði að geyma danstónlist með ungum og upprennandi tónlistarmönnum.

Hér var líklega um að ræða eins manns verkefni Péturs Árnasonar, sem virðist ekki hafa haldið áfram að vinna með tónlist sína, hann kom fram einu sinni – á tónleikum sumarið 1992 í Héðinshúsinu á vegum óháðu listahátíðarinnar Loftárás á Seyðisfjörð.