Sálin [2] (1993)

Hljómsveit var starfandi innan Verzlunarskóla Íslands vorið 1993 undir nafninu Sálin og er hér gert ráð fyrir að um skammlífa sveit hafi verið að ræða því aðeins eru heimildir um að hún hafi komið einu sinni fram, þá hitaði hún upp fyrir hljómsveitina Nýdönsk á tónleikum listafélags skólans. Hugsanlega var sveitin stofnuð til þess eins að geta auglýst tónleika Nýdanskrar með því að Sálin myndi hita upp fyrir hana en Sálin hans Jóns míns var þá vinsælasta hljómsveit landsins.

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi Sálarinnar.