Skuggar [5] (1963)

Í Reykjavík starfaði gítarhljómsveit undir nafninu Skuggar árið 1963 en sú sveit innihélt tvo gítarleikara og var í anda bresku sveitarinnar The Shadows sem þá naut mikilla vinsælda um heim allan, sveitin notaði svokallað Swissecho delay tæki til að ná Shadows gítar sándinu en það hafði verið keypt í Danmörku og var þá nýjung hérlendis.…

Skuggar [3] (1961-62)

Í Hraungerðishreppi rétt við Selfoss var hljómsveit ungra manna sem um tíma gekk undir nafninu Skuggar 1961 og 62, þar voru á ferð verðandi tónlistarmenn að stíga sín fyrstu skref en þeir voru Ólafur Þórarinsson (Labbi) og Guðmundur Benediktsson sem léku á gítara og Kristján Jens Kristjánsson trommuleikari. Einnig söng Labbi eitthvað en sveitin kom…

Skuggar [4] (1962-65)

Á árunum 1962-65 að minnsta kosti, var hljómsveit starfandi á Akranesi undir nafninu Skuggar en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðaskólanum í bænum. Sveitin sótti nafn sitt til bresku sveitarinnar The Shadows eins og svo margar á þessum tíma og var því líklega um gítarsveit að ræða, meðal meðlima hennar voru Karl J. Sighvatsson…

Skuggar [6] (1964)

Í Vestmannaeyjum starfaði um skamman tíma hljómsveit sem bar nafnið Skuggar, rétt eins og hljómsveit sem einn meðlima sveitarinnar, Grétar Skaptason gítarleikari hafði starfað með í Keflavík nokkru áður. Aðrir liðsmenn Skugga voru þeir Helgi Hermannsson söngvari og gítarleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Henry Ágúst Åberg Erlendsson bassaleikari. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð snemma…

Skuggar [7] (1964-67)

Skólahljómsveit í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði á árunum 1964-67 undir nafninu Skuggar en fáum árum fyrr hafði starfað þar sams konar sveit undir sama nafni, hér er umfjöllunum um sveitirnar haldið aðskildum enda voru þær ekki skipaðar sömu meðlimum. Skólahljómsveitir höfðu líklega verið starfandi nokkuð samfleytt við skólann á sjöunda áratugnum en Skuggar munu hafa…

Skuggar [8] (um 1967)

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, líklega 1967 var starfrækt hljómsveit á Raufarhöfn, skipuð ungum meðlimum á barnaskólaaldri, undir nafninu Skuggar. Ekki er víst að þessi sveit hafi komið opinberlega fram. Upplýsingar um Skugga eru afar takmarkaðar og herma heimildir m.a. að Magnús Stefánsson trommuleikari (Utangarðsmenn, Sálin hans Jóns míns o.fl.) hafi stigið sín fyrstu…

Skuggar [9] (1965)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Skugga sem starfrækt var á höfuðborgarsvæðinu árið 1965. Sveitin var stofnuð snemma árs en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði eða hverjir skipuðu hana.

Skuggar [12] (1974-86)

Danshljómsveitin Skuggar var starfrækt um töluvert langt skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en ekki er þó ljóst hvort hún starfaði alveg samfellt. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1974, hún var lengst af tríó sem ráðin var sem húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum og spilaði hún þar að minnsta kosti fram á vorið 1979.…

Skuggar [13] (1992)

Hljómsveit sem bar nafnið Skuggar var ein þeirra sveita sem keppti í tónlistarkeppninni Viðarstauk í Menntaskólanum á Akureyri vorið 1992. Meðlimir Skugga voru Hörður [?], Tryggvi [?], Stefán [?], Ómar [?] hljómborðsleikari og Sigfús [?] trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um meðlimi (og hljóðfæraskipan) Skugga.

Skuggar [10] (1966)

Árið 1966 starfaði hljómsveit á norðanverðu landinu, hugsanlega Ólafsfirði undir nafninu Skuggar. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og um hljóðfæraskipan hennar en það eina sem finnst um hana er að söngvari hennar hét Sigvaldi, hún var því eitthvað auglýst undir nafninu Skuggar og Sigvaldi.

Skuggar [11] (1971-72)

Hljómsveitin Skuggar starfaði á Suðurlandi í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar en hún lék á dansleikjum ásamt Mánum frá Selfossi árið 1971 og 72. Óskað eftir eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma.

Skuggar [2] (1960-62)

Fjölmargar heimildir er að finna um keflvíska skólahljómsveit sem starfrækt var í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar enda var þessi sveit að einhverju leyti forveri hinna einu sönnu Hljóma frá Keflavík, gallinn er hins vegar að heimildirnar eru bæði misvísandi og sundurleitar og því verður að geta nokkuð inn í eyðurnar. Svo virðist sem hljómsveitin…

Skólahljómsveit Gagnfræðaskóla Keflavíkur (1956-61)

Í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði merkileg hljómsveit í kringum 1960 en hún ásamt Drengjalúðrasveit Keflavíkur innihélt kynslóð tónlistarfólks sem hratt af stað bylgju með hljómsveitina Hljóma í fararbroddi og á eftir fylgdu ótal þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir úr bænum sem síðan þá hefur verið kallaður bítlabærinn Keflavík, hér má nefna Gunnar Þórðarson, Rúnar Júl, Magnús…

Jóhann G. Jóhannsson [1] (1947-2013)

Jóhann G. Jóhannsson telst án efa meðal stærstu nafna í íslenskri tónlistarsögu en hann lék og söng með mörgum af þekktustu hljómsveitunum á uppgangsárum hippa- og rokktímans auk þess sem hann átti farsælan sólóferil, aukinheldur er hann meðal þekktustu lagahöfundum þjóðarinnar og skipta lög hans hundruðum. Jóhann (Georg) Jóhannsson fæddist í Ytri Njarðvík og fékk…

Logar (1964-)

Hljómveitin Logar var stofnuð 1964 af meðlimum annarrar sveitar, Skugga frá Vestmannaeyjum en þeir voru Helgi Hermannsson söngvari, Henry A. Erlendsson bassaleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Grétar Skaptason gítarleikari (d. 1979), Guðni Þ. Guðmundsson harmonikku- og orgelleikari (síðar organisti) mun einnig hafa verið meðal stofnmeðlima og leikið með sveitinni fyrsta hálfa árið. Auk þeirra bættist…