Skuggar [8] (um 1967)

Skuggar

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, líklega 1967 var starfrækt hljómsveit á Raufarhöfn, skipuð ungum meðlimum á barnaskólaaldri, undir nafninu Skuggar. Ekki er víst að þessi sveit hafi komið opinberlega fram.

Upplýsingar um Skugga eru afar takmarkaðar og herma heimildir m.a. að Magnús Stefánsson trommuleikari (Utangarðsmenn, Sálin hans Jóns míns o.fl.) hafi stigið sín fyrstu skref með þessari sveit en hann hefur þá verið 8 ára gamall. Fjórarr stúlkur eru ennfremur nefndar í heimild, þær Guðrún Stebba [?], Sigga Hrefnu [?], Sigrún [?] og Marta Gvendar [?], sem sagðar eru hafa verið um 8-10 ára gamlar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Skugga frá Raufarhöfn.