Skuggar [4] (1962-65)

Skuggar frá Akranesi

Á árunum 1962-65 að minnsta kosti, var hljómsveit starfandi á Akranesi undir nafninu Skuggar en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðaskólanum í bænum.

Sveitin sótti nafn sitt til bresku sveitarinnar The Shadows eins og svo margar á þessum tíma og var því líklega um gítarsveit að ræða, meðal meðlima hennar voru Karl J. Sighvatsson bassaleikari sem var síðar öllu þekktari sem orgel- og píanóleikari og Reynir Gunnarsson sem lék síðar á saxófón með Dúmbó sextett. Ragnar Sigurjónsson trommuleikari (Brimkló, Mánar o.fl.) var einnig meðal Skugga-liða og á einhverjum tímapunkti voru í sveitinni þeir Pétur Pétursson trommuleikari, Smári Hannesson gítarleikari, Bjarni Þór Bjarnason gítarleikari og Karl á bassa.

Frekari  upplýsingar óskast um þessa sveit.