Smá djók (1992-93)

Hljómsveit sem bar nafnið Smá djók (einnig ritað Smádjók) starfaði á höfuðborgarsvæðinu, hugsanlega í Hafnarfirði árið 1992 að minnsta kosti og að öllum líkindum fram á árið 1993 – einnig gæti hún hafa verið stofnuð fyrir 1992.

Meðlimir þessarar sveitar, sem kom fram í nokkur skipti á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins voru þau Þorfinnur [?] gítarleikari, Einar [?] gítarleikari, Hreinn [?] bassaleikari, Vilberg [Ólafsson?] trommuleikari og Lóa [?] söngkona, reyndar sungu þau öll eitthvað nema Hreinn.

Þeir sem hafa upplýsingar um föðurnöfn meðlima sveitarinnar mega gjarnan miðla þeim til Glatkistunnar.