Squirt [1] (2000)

Harðkjarnasveitin Squirt starfaði árið 2000 en líklega í aðeins nokkra mánuði, hún sendi á þeim tíma frá sér eina demóplötu.

Squirt kom fyrst fram á tónleikum um vorið 2000 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin hafði þá starfað, ennfremur eru upplýsingar um þessa sveit fremur litlar en víst er að Valur Árni Guðmundsson var í henni sem trommuleikari fremur en gítarleikari. Þá herma heimildir að tveir bassaleikarar hafi komið við sögu hennar, annars vegar Egill [?] og hins vegar Haukur [?] en föðurnöfn beggja vantar. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.

Squirt sendi frá sér demóplötu undir titlinum Þú ert það sem þú étur, en engar aðrar upplýsingar finnast um þá plötu. Sveitin starfaði líklega fram í ágúst 2000 en þá gekk Valur Árni til liðs við Ask the slave sem þá var stofnuð.

Efni á plötum