Silverdrome (1994-96)

Silverdrome

Hljómsveitin Silverdrome var í raun sama sveit og annars vegar Drome sem hafði verið stofnuð sumarið 1994 og hins vegar Stjörnukisi sem tók við vorið 1996 eða um það leyti sem sveitin tók þátt í Músíktilraunum – og sigraði.

Upphaflegir meðlimir sveitarinnar, sem var úr Menntaskólanum við Hamrahlíð voru þeir Úlfur Chaka Karlsson söngvari, Bogi Reynisson bassaleikari og Gunnar Óskarsson gítarleikari en síðar bættust við Sölvi Blöndal trommuleikari og Viggó K. Jóhannsson hljómborðsleikari. Þá kom einnig plötusnúðurinn Dj Richard [Richard Oddur Hauksson ?] inn í hópinn um það leyti sem sveitin breytti nafni sínu í Stjörnukisi en sveitin hafði þá starfað undir Silverdrome nafninu síðan um haustið 1994.

Sveitin spilaði töluvert opinberlega árið 1995, mest þó á meðan skólaárið stóð yfir.