Geimstrumparnir (Marsbúa cha cha cha)

Geimstrumparnir (Marsbúa cha cha cha)
(Lag / texti: Sigurður Perez Jónsson og Sigtryggur Baldursson / Jónas Friðrik Guðnason)

Geimstrumparnir þeir komu‘ í gær
á gulum bolla, með ljósin skær.
Þeir reyndu‘ að kenna mér smá rokk og ska
en það besta var samt cha cha cha.

Þeir eru bláir frá toppi‘ að tá.
Og alla drífa þeir dansgólfið á.
Þeir vilja hlátur og hávaða.
En helst vilja þeir samt cha cha cha.

Og þeir svífa um sólkerfið kátir
og setjast að hvar sem mest er þörf.
Þó ljúfir þeir séu‘ og eftirlátir
þá langar að kenna gagnleg störf.
Til dæmis:
að drekka súkkulaði,
að bursta allar tennur,
að slappa af í baði
– og allt.

Geimstrumparnir þeir hafa stæl
og dansa bæði á tá og hæl.
Þeir kunna rúmbu og smá samba
en samt kunna þeir best cha cha cha.

Þeir gera þetta og gera hitt
og geta leikandi farið í splitt.
Þeir vilja hressa upp hlutina
og þá hressast þeim finnst cha cha cha.

Og þeir svífa …

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð 2]